<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 25, 2006

Stundum slekkur snillingurinn á heyrninni til að þurfa ekki að gera eitthvað sem honum finnst leiðinlegt t.d. fara í bað, fara í föt, fá sér að borða, fara að sofa, læra heima, fara út, eiginlega allt annað en að horfa á Scooby Doo eða leika sér í pleisteisjon. Í dag var svona dagur og eins og pirraðri móður sæmir skammaðist ég í honum fyrir að þykjast ekki heyra í mér. Og svarið sem ég fékk:
"Þú elskar mig samt ennþá."

Hann þekkir mig of vel.
Stolt foreldranna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?