<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 22, 2004

"Ef kisa væri úti í rosalega vondu veðri og myndi fjúka svona hátt upp í loftið, ha, þá myndi ég bara ná í flugdrekann minn og setja hann hátt upp og láta kisu bíta í hann, svo myndi ég bara draga hana niður með flugdrekanum."

fimmtudagur, mars 11, 2004

Snillingurinn hefur uppgötvað myndlistina. Og eins og á öðrum sviðum þá er hann snillingur þar líka. Í gær bjó hann til tvö spil og kenndi mér að spila annað þeirra, við skemmtum okkur hið besta og ég get ekki beðið eftir að læra að spila hitt spilið.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Mér finnst sonur minn vera óendanlega fyndinn. Síðastliðinn laugardag áttum við erindi út úr húsi. Það sem venjulega er nokkuð ferskt loft var blandað peningalykt og sá ég það á syninum að honum þótti hún ekki góð.

"Oj, það er ógeðsleg fýla hérna! Það hefur örugglega verið fíll að prumpa hérna og þegar hann var búinn þá hljóp hann rosalega hratt í burtu frá Hafnarfirði til að finna ekki fýluna!"

Það sem eftir var ferðarinnar fékk ég að heyra margt um fílinn þann en ég get sagt ykkur það að ég hef ekki glóru um hvaðan hugmyndirnar detta í kollinn á barninu mínu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?