<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Líf snillingsins er samfelldur söngleikur. Lengst af hefur drengurinn ekki viljað syngja svo nokkur heyrði til en skyndilega er allt breytt... þessa dagana er drengurinn sí syngjandi og svarar með söng ef einhvers er spurt og svei mér ef ég er ekki við það að bresta í söng sjálf!

föstudagur, febrúar 13, 2004

Eins og sjá má hefur hinu ljóta og leiðinlega Klinkfjölskyldu kommentakerfi verið hent út og hið dásamlega Haloscan hefur tekið þess sess. Verið nú dugleg að senda snillingnum skemmtileg skilaboð.

Kær kveðja frá snillingaverksmiðjunni.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Snillingurinn er búinn að læra að segja "ýkt" og er það notað óspart þessa dagana.

Ég vona að þið hafið ekki misst af Fólki með Sirrý í gær því að þar var snillingurinn í stóru hlutverki, ef þið eigið eftir að sjá þetta þá verður þátturinn örugglega endursýndur einhvern tíma um helgina. Góða skemmtun!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?