<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 30, 2003

Það er nú langt liðið síðan síðast. Snillingurinn er alltaf jafn gott barn og vandaði sig sérlega þegar skórinn fylltist á nóttunni. Jólagjafirnar voru allar æðislegar en pleymóið sló samt allt út. Kærastan er enn best og skemmtilegust og verður líklega ekki breyting þar á í bráð. Nú eru flugeldar að verða spennandi, ekki bara skelfilegir eins og áður var. Í gærkveldi voru skátarnir með flugeldasýningu niðri við höfn og eins og önnur ár sést hún mjög vel út um stofugluggann hjá okkur. Snillingurinn sagðist ekki vera neitt hræddur lengur, hann væri hvort eð er inni og því gætu raketturnar ekki náð honum!

miðvikudagur, desember 03, 2003

Nú er gósentíð barnanna runnin upp og tekur snillingurinn þátt af fullum krafti. Hann eignaðist súkkulaðidagatal og þessa dagana er ótrúlega auðvelt að koma honum á lappir á morgnanna. Við settum nefnilega það skilyrði að hann yrði að klæða sig áður en hann opnaði dagatalið. Ekki þykir honum verra að með dagatalinu fylgdi tannkremstúba, ég kaupi nefnilega aldrei barnatannkrem, bara svona fjölskyldutannkrem. Þetta barnatannkrem er með hálfgerðu húbba búbba bragði og veldur það því að snillingurinn heldur ekki vatni. Hann vakti mig t.d. í morgun áður en hann fór í leikskólann, til þess að segja mér frá því hve bragðið sé ólýsanlega gott. Það var næstum eins og drengurinn hefði verið að smakka túnfisksteik á Restaurant Reykjavík í Prag í fyrsta skipti, sklíkt dásemdarbragð var þetta. Nú get ég hætt að kaupa nammi á laugardögum, kreisti bara smá tannkrem í skál og set vatn útá. Nammi namm!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?